Aðeins eitt sveitarfélag á Vestfjörðum sótti um styrk til fráveituverkefna

Á dögunum sagði Bæjarins besta frá styrkjum til sveitarfélaga vegna framkvæmda við fráveituverkefni fyrir árin 2020 og 2021. Umsóknir bárust frá 30 sveitarfélögum vegna 51 fráveituverkefnis og er áætlaður heildarkostnaður vegna þeirra um 3,5 milljarðar króna. Úthlutaðir styrkir áranna 2020 og 2021 eru rúmar 845 milljónir.

Öll verkefnin hlutu styrk, en styrkirnir eru veittir á grundvelli reglugerðar.

Bæjarins besta óskaði eftir upplýsingum um styrkveitingarnar og samkvæmt því var það einungis eitt sveitarfélag á Vestfjörðum sem sótti um og fékk styrk en það var Reykhólahreppur sem fékk styrk að upphæð 1.560 þús. og var það lægsta upphæð til eins sveitarfélags.

Sem dæmi um aðrar úthlutanir má nefna að Sveitarfélagið Skagaströnd fékk 22,5 milljónir, Stykkishólmur tæpar 29 milljónir og Sveitarfélagið Vogar 44 milljónir.

DEILA