Vestfirðir: fasteignamat 22% af matinu á höfuðborgarsvæðinu

Fasteignamat hverrar fasteignar á Vestfjörðum er 14,9 m.kr. Það er skv. nýju mat Þjóðskrár aðeins 22% af matinu á höfuðborgarsvæðinu sem er 67,1 m.kr. Hér er um að ræða meðaltalsmat allra fasteigna, íbúða, atvinnuhúsnæðis og annarra fasteigna.

Meðaltalsmatið á Vestfjörðum er það lægsta á landinu. Næst kemur Norðurland vestra með 23,4 m.kr. meðaltalsmat. Matið þar er 57% hærra en meðaltalið á Vestfjörðum. Þriðja lægsta matið er á Vesturland 27 m.kr. Það er 40% af meðaltalinu á höfuðborgarsvæðinu og er þrátt fyrir það nærri tvöfalt hærra en meðaltalið á Vestfjörðum.

Athyglisvert að þrjú verðlægstu svæðin í fasteignamatinu mynda saman Norðvesturkjördæmi. Það þýðir að fasteignir í því kjördæmi eru verðminni en fasteignir í öðrum kjördæmum landsins. Þá vekur athygli að fasteignir á Suðurnesjum eru með næsthæst fasteignamat á landinu, þrátt fyrir mikla erfiðleika í atvinnumálum sem birtast m.a. í mesta atvinnuleysi landsins.

Fasteignamat 2022 heild
Landshluti
Fjöldi fasteignaFasteignamatFyrirhugað fasteignamatFasteignamat breytingMkr/eign% af verði Hbsv
1 Höfuðborgarsvæðið108.9216.763.260.9707.303.924.9748,0%67,1100%
2 Suðurnes13.477533.419.425560.503.9225,1%41,662%
3 Vesturland15.298394.466.335413.560.8574,8%27,040%
4 Vestfirðir6.46583.105.88096.650.35216,3%14,922%
5 Norðurland-Vestra6.067130.805.571142.005.5638,6%23,435%
6 Norðurland-Eystra19.840629.155.898655.871.1824,2%33,149%
7 Austurland7.322271.885.636289.760.4236,6%39,659%
8 Suðurland31.283822.926.683877.758.7026,7%28,142%
 208.6739.629.026.39810.340.035.9757,4%49,674%
DEILA