TÖKUM ÞÁTT!

Til eru nokkrar leiðir til að hafa áhrif á samfélag sitt. Laugardaginn 19. júní býðst íbúum Norðvesturkjördæmis að nýta sér eina þeirra. Með þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi geta íbúar kjördæmisins haft áhrif á hvaða einstaklingar eiga þess möguleika að fá sæti á Alþingi í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.

Kosið verður um hvaða einstaklingar verða í 4 efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæminu. 9 einstaklingar hafa gefið kost á sér í þessi þessi 4 sæti.

Þau Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sækjast bæði eftir að fá að leiða listann. Þeir Teitur Björn Einarsson og Örvar Marteinsson sækjast báðir eftir 2. sæti og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir sækist eftir 2. til 3. sæti. Magnús Magnússon sækist eftir 3. til 4. sæti. Um 4. sæti biðja þau Bjarni Pétur Marel Jónasson, Bergþóra Ingþórsdóttir og Sigríður Elín Sigurðardóttir. Hægt er að fræðast betur um frambjóðendurna á slóðinni https://xd.is/profkjor-i-nordvesturkjordaemi/

Kjörstaðir eru 17 talsins víðsvegar um kjördæmið en staðsetningu þeirra og opnunnartíma má sjá hér:

https://xd.is/wp-content/uploads/2021/06/NV_kjorstadir_opnunartimi_profkjor2021.pdf

Á norðanverðum Vestfjörðum verður hægt að kjósa á Ránargötu 1 á Flateyri milli kl. 12:00 og 14:00 og í Aðalstræti 24 á Ísafirði frá kl.

12:00 til kl. 19:00.

Öllum er velkomið að taka þátt í prófkjörinu en þó með því skilyrði að viðkomandi þurfa að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn. Það er jafn auðvelt að ganga í flokkinn á xd.is og að skrá sig úr honum aftur á xd.is. Allt sem þarf eru rafræn skilríki.

Höfum áhrif á samfélag okkar og tökum þátt.

J. Bæring Pálmason

Höfundur er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.

DEILA