Til hamingju með sjómannadaginn

Frá Bolungavík. Mynd: bolungarvik.is

Bæjarins besta sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra, sem og öllum Vestfirðingum hamingjuóskir með sjómannadaginn.

Vegna codvidfaraldursins féllu mörg hefðubundin dagskráratriði niður í gær. Í Bolungavík verður hópganga undir fánum kl. 13:30 frá Brimbrjótnum að Hólskirkju. KL 14 verður hátíðadagskrá í Hólskirkju og að henni lokinni verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í krikjugarðinum.

Viðamikil dagskrá verður á Patreksfirði, að venju, þótt falli niður margir dagskrárliðir.

10:00-11:00 Áskorun á morgunhana að skella sér í hressingargöngu. Gengið frá Vélsmiðjunni Loga upp Mikladalsveg og stefnan tekin á snjófljóðagarðinn og endað við Patreksfjarðarkirkju. Göngugarpar velkomnir í messu.•

11:00 Sjómannamessa. HEIÐRUN, Skrúðganga frá kirkju eftir messu að minnisvarða sjómanna. Blóm lögð að minnisvarða látinna sjómanna.•

13:00-15:00 Málverkasýning í FHP. Rannveig Haraldsdóttir•

14:00-15:30 TÖFRASKÓLI Einars Mikaels í Skjaldborgarbíó. Hann kennir krökkum á aldrinum 6-12 ára töfrabrögð. Allir þátttakendur fá töfrakassa með sér heim. Frítt er inn á námskeiðið.•

14:00-18:00 Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn. Sýning að Mýrum 8. •

16:00-23:00 Myndefni RÚV frá Patreksfirði tekið 1968 undir lestri ljóða Jóns úr Vör. Sýnt á FLAK, Frystiklefa.

DEILA