Knattspyrna: Vestri vann í Ólafsvík

Valdimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Karlalið Vestra í knattspyrnu gerði góða ferð til Ólafsvíkur í gær. Liðið vann Víking örungglega 3:0 í Lengjudeildinni og er nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, hefur unnið 4 leiki og tapað 3.

Fram frá Reykjavík er langefst í deildinni með fullt hús stiga 21 stig eftir sjö sigra. Næstu fimm lið eru í einum hnappi í sætum 2 – 6. Grindavík er í 2. sætinu með 15 stig en það gefur sæti í úrvalsdeildinni. Það munar því aðeins 3 stigum á linu í 2. sæti og Vestra í 6. sætinu.

Vladimir Tufegdzic gerði tvö mörk í leiknum í gær og Ignacio Gil Echevarria það þriðja.

DEILA