Hagræðing í sauðfjárbúskap

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML

„Betri gögn, bætt afkoma“ er nafn á samningi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gert við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landssamtök sauðfjárbænda.

Um er að ræða þriggja ára verkefni til að efla rekstrarráðgjöf til sauðfjárbúa og bæta afkomu þeirra.

Ætlunin er að efla núverandi verkefni RML verulega og fjórfalda stærð þess á samningstímanum. Gögnin verða nýtt til að auka leiðsögn til þátttakenda um tækifæri til hagræðingar í sínum rekstri í ljósi þeirra gagna sem þeir skila inn.

RML, sem er ráðgjafafyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum, hefur undanfarin ár unnið að verkefninu „afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem snýr að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum og nýtt gögnin til að leiðbeina bændum um sinn rekstur. Niðurstöður verkefnisins sýna að umtalsverð tækifæri eru til staðar til hagræðingar en mikill breytileiki er í afkomu búanna. Samkvæmt samkomulaginu byggir verkefnið á þessari vinnu RML.  

Verkefnið er liður af aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar.

DEILA