Gallup: Píratar vinna þingsæti á kostnað Samfylkingar

Í nýbirtum þjóðarpúlsi Gallups fyrir maímánuði, sem gerð er fyrir RÚV, kemur fram að fylgi ríkisstjórnarflokkanna í Norðvesturkjördæmi er um 57%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23% og Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir um 17% hvor, þó er Framsóknarflokkurinn með heldur meira fylgi. Flokkarnir fengju samanlagt 5 af kjördæmaþingsætunum 7. Sjálfstæðisflokkurinn og Framókn tvö þingsæti hvort og Vinstri grænir eitt þingsæti.

Miðflokkurinn fengu 12% samkvæmt könnuninni og Píratar 10%. það dygði flokkunum til þess að fá hvor sitt þingsætið. Píratar myndu vinna þingsæti og Samfylkinginn tapa sínu.

Fylgi annarra flokka er þannig skv. könnuninni að Samfylkingin fengi 6%, Viðreisn og Flokkur fólksins 3% hvor og Sósíalistalokkurinn 4%.

Ekki er unnt að ákvarða jöfnunarþingsætið nema með því að skoða fylgi flokkanna í öðrum kjördæmum og á landsvísu, en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru næstir því að bæta við sig kjördæmaþingsæti.

DEILA