Uppskriftir vikunnar – rækjuþema

Mér finnst rækjur góðar með öllu eða bara eintómar. Hérna eru tvær mjög ólíkar rækjuuppskriftir en ég gæti ekki gert uppá milli þeirra.

Yndislega ferskur og einfaldur rækjukokteill

Ef það fer nú einhvern tímann að hlýna almennilega hjá okkur er fátt betra en að fá sér ferskan rækjukokteil. Þessi er algjört uppáhald hjá mér. Þetta er frábær forréttur fyrir góða steik.

Hráefni:
400 grömm rækjur (að sjálfsögðu frá Kampa)
½ blaðlaukur, fínsaxaður
Rauðar, grænar og gular paprikur, fínsaxaðar
2 matskeiðar hvítlauksolía
2 matskeiðar ferskur kóríander, fínsaxaður
4 matskeiðar ólífuolía
Safi úr einu lime

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum saman og kryddið með salti og pipar. Setjið í glerskálar eða vínglös og skreytið með kóríander og limebátum.

Svo ef það heldur áfram að vera svona napurt er hér önnur rækjuuppskrift bara heitur réttur.

Rækjuofnréttur – líka yndislega einfaldur

Hráefni:

1 bolli soðin hrísgrjón
1 desilítri rjómi
1/4 dós sveppir
150 grömm rækjur (að sjálfsögðu frá Kampa)
3-4 matskeið majones
1-1 1/2 teskeið karrý
Rifinn ostur

Aðferð:

Hrísgrjónin eru sett í eldfast mót og rjómanum hellt yfir. Þar ofan á eru rækjurnar settar og síðan sveppirnir (geymið soðið). Majones, karrý og sveppasoð er hrært saman og hellt yfir. Að lokum er rifnum ost stráð ofan á. Bakað í ofni í 20 mínútur við 200 gráður. Borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauðum.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA