Umframafli í strandveiðum

Um 500 bátar hafa fengið leyfi til strandveiða og eftir fyrstu viku strandveiða var landaður afli strandveiðibáta 702.032 kg. sem er 6,24% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanlagt magn sem fór umfram þessi 650 kg. Alls voru 200 skip sem lönduðu umfram leyfilegt magn í fyrstu viku strandveiða, alls rúmum ellefu tonnum.

Bláu súlurnar sýna þau skip sem lönduðu alls 100 kg. eða meira umfram það sem heimilt er að landa fyrstu fjóra veiðidaga strandveiða. Þá sýna gráu súlurnar heildarmagn umframafla 3. – 6. maí en þar má sjá að mestur var umframaflinn á fyrsta degi strandveiða þann 3. maí eða 3.665 kg.

Grænu súlurnar sýna umframafla eftir svæðum. Mestur umframafli kom á svæði A eða rúm 7 tonn.

DEILA