Súðavíkurhreppur – skuldahlutfall 0%

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps afgreiddi ársreikning sveitarfélagsins á fundi sínum síðastliðinn föstudag. Tekjur ársins urðu meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Heildartekjur sveitarfélagsins námu 366 m.kr. og voru 33 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir. A hluti sem er sveitarsjóðurinn kom enn betur út, þar sem tekju urðu 352 m.kr. eða 46 m.kr. hærra en skv fjárhagsáætlun.

Laun voru stærsti útgjaldaliðurinn. Þau voru 157 mkr. á síðasta ári og stöðugildin 16.

Skuldir sveitarfélagsins eru óvenjulágar. Heildarskuldir samstæðurnnar voru 69 milljónir króna í lok síðasta árs og lækkaðu þær um 1 milljón kr. frá árinu á undan. Þar af eru langtímaskuldir aðeins 7 mkr.

Eignamegin voru veltufjármunir samstæðunnar 186 milljónir króna og veltufé sveitarsjóðs eins var 302 m.kr. Til samanburðar þá voru skammtímaskuldir 38 m.kr. Veltufjárhlutfallið er því 186/38 eða nærri 5.

Í áritun sveitarstjórnar og sveitarstjóra segir að skuldahlutfallið sé 0% en megi mest vera 150% af tekjum skv. sveitarstjórnarlögum.

Handbært fé var í árslok 157 milljónir króna sem skiptist í 142 m.kr. innstæðu á bankareikningi og 14 m.kr. í eignasafni hjá ísleskum verðbréfum.

DEILA