Kvikmyndin Góði hirðirinn í Ísafjarðarbíó

Kvikmyndin Góði hirðirinn er nú komin til sýningar í Ísafjarðarbíó.

Í þessari heimildarmynd fylgist Helga Rakel Rafnsdóttur með Þorbirni Steingrímssyni og fjölskyldu hans á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi, þar sem hann hefur sankað að sér hundruðum bílhræja.

Góði hirðirinn veltir upp spurningum um manneskjuna, umhverfi og fagurfræði. Myndin er sería af lifandi póstkortum frá afskekktum stað sem sumir sjá sem ævintýraland á meðan aðrir býsnast yfir draslinu.

Myndin hefur að undanförnu verið sýnd í Bíó Paradís í Reykjavík og vakið verulega athygli og verið tilnefnd til Edduverðlaunanna 2021 í flokki heimildamynda. 

DEILA