Eftir að verslun hefur legið niðri á Reykhólum í fáeina mánuði verður Reykhólabúðin opnuð miðvikudaginn 28. apríl kl. 16.
Það verður opið til kl. 20 fyrsta opnunardaginn, annars verður búðin opin 11 til 18 alla virka daga og 10 til 14 á laugardögum. Lokað verður á sunnudögum.
Eigendur bjóða alla hjartanlega velkomna að skoða búðina og heimsækja nýja kaffirýmið sem er öllum opið, það verður boðið upp á kaffi og smá veitingar á opnunardaginn, og kaffið verður ávallt frítt á könnunni í Reykhólabúðinni.
Þau Helga og Addi sem reka verslunina vilja vera í góðu sambandi við viðskiptavinina og benda á facebook síðuna til að koma skilaboðum áleiðis .
Við hlökkum til að sjá ykkur í Reyhólabúðinni, við gerum þetta saman og höfum gaman! er kveðjan sem þau senda væntanlegum viðskiptavinum.