Verndarsvæði í byggð á Ísafirði

Eins og fram kemur á vef Ísafjarðarbæjar er í undirbúningi er tillaga til mennta- og menningarmálaráðherra um að Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri verði gerð að verndarsvæði í byggð.

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri búa yfir einstöku svipmóti og menningarsögu og falla vel að markmiðum laga um verndarsvæði í byggð, sem eru að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Vekjum athygli á þessu verkefni en allar upplýsingar er hægt að nálgast á vef Ísafjarðarbæjar.

Vefslóð: https://www.verndarsvaedi.isafjordur.is/

Einnig er vakin athygli á íbúakönnun um svæðið og hér er vefslóð á könnunina.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf7hGjURTR6Gfy48fEWVgnRt7dt2Y-mN_7WB0h4gtlOAKtsBQ/viewform

Svör úr könnuninni verða ekki aðeins nýtt við gerð tillögu um verndarsvæði i byggð heldur einnig við gerð húsakönnunar.

DEILA