Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 3. maí. Til að hefja strandveiðar 3. maí þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl. 14:00 þann 30.apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 þann sama dag til að mega hefja veiðarnar.
Heimilt verður að veiða 11.100 tonn í maí, júní, júlí og ágúst 2021. Þar af tíu þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og hundrað tonn af gullkarfa. Reglugerð um strandveiðar ársins hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Hverjum strandveiðibát verði heimilt að veiða í 12 daga í mánuð eða 48 daga á tímabilinu.
Óheimilt er að stunda strandveiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga og hver veiðiferð má eigi standa yfir lengur en 14 klukkustundir og má afli í veiðiferð ekki vera umfram 650 kíló. Ekki má hafa nema fjórar handfærarúllur um borð.