Siglingaskóli á Ísafirði

Á Ísafirði er rekinn Siglingaskólinn Aurora Arktika. Kennt er á seglskútuna Teistu sem er 30 feta seglskúta og eru mörg námskeið áætluð í sumar.

Í boði eru þrenns konar námskeið til að byrja með: 

Skyndinámskeið – 3 tíma crash course

Byrjendanámskeið á seglskútu – 12 tíma námskeið yfir 3 daga

Framhaldsnámskeið – tveggja daga námskeið fyrir lengri siglingar. 

Í síðustu viku voru þrenn byrjendanámskeið og er aðsóknin góð. Fyrir þá sem kunna að hafa áhuga er bent á að nánari upplýsingar má finna á https://aurora-arktika.com/adventure/siglinganamskeid/  og í Ævintýrasetri Aurora Arktika að Hafnarstræti 8.