Margir leita að heilsufarsupplýsingum á netinu

Meirihluti Íslendinga á aldrinum 16-74 ára leitaði að heilsufarsupplýsingum á netinu á síðasta ári eða 69%.

Hæst var hlutfallið í Finnlandi samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, eða 77%. Þar næst komu Holland (76%), Noregur (74%), Danmörk (72%), Þýskaland (70%) og loks Ísland.

Hlutfallið hér á landi hefur hækkað nokkuð á undanförnum árum og var þannig til að mynda 56% árið 2017.

Nánar um þetta má sjá á á vefsíðu Hagstofu Íslands en þar eru birtar margs konar upplýsingar frá Eurostat sem er hagstofu Evrópusambandsins.

DEILA