Ísafjarðarhöfn: 1270 tonnum landað í mars

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var 1.270 tonnum af botnfiski landaðí Ísafjarðarhöfn í marsmánuði. Þar af var frystitorgarinn Júlíus Geirmundsson ÍS með 112 tonn af afurðum sem gætu verið um 250 tonn upp úr sjó.

Þrír ísfisktogarar lönduðu 1.100 tonnum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE landaði 127 tonnum í fjórum veiðiferðum, en aflinn fékkst í togararallinu.

Páll Pálsson ÍS landaði 520 tonnum og Stefnir ÍS 455 tonnum, báðir eftir 6 veiðiferðir.

Einn handfærabátur, Bjartmar ÍS var á veiðum og landaði 4 tonnum eftir 4 róðra.

Rækjubáturinn Halldór Sigurðsson ÍS aflaði 52 tonnum af rækju úr Djúpinu eftir 11 veiðiferðir.

Loks kom Sveinbjörn Hjálmarsson kafari 42 með kg af ígulkerjum að landi.

DEILA