Breiðuvíkurkirkja

Breiðavíkurkirkja. Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.

Breiðuvíkurkirkja er í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. 

Breiðavík er bær og kirkjustaður við samnefnda vík í Rauðasandshreppi.  Þar var bænhús framan af öldum en sóknarkirkjan var sett 1824.  Henni var þjónað frá Sauðlauksdal, en nú frá Patreksfirði.

Kirkjan sem nú stendur í Breiðavík var vígð árið 1964. Munir úr gömlu kirkjunni eru á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti.

Kirkjugarðurinn er nokkuð frá nýju kirkjunni, neðan við Breiðavíkurbæinn.

Kirkjan í Breiðavík er sú kirkja sem stendur vestast á Íslandi og þar með í Evrópu. Söfnuðinum sem orðinn er býsna fámennur er þjónað frá Patreksfirði.

DEILA