Björgunarfélag Ísafjarðar á eldgosavakt

Hópur frá Björgunarfélagi Ísafjarðar hélt að gosstöðvunum á Reykjanesi til aðstoðar eins og margar aðrar björgunarsveitir víða af landinu. Hópurinn lagði af stað á miðvikudaginn fyrir páskana og var á vakt með hléum þar til á föstudag og sinnti ýmsum verkefnum. Dagana á undan var sveit frá Tindum í Hnífsdal á vakt á svæðinu.

Greint er frá þessu á facebook síðu Björgunarfélagsins og þar segir það áhugavert og gefandi að fá að vera þátttakendur í þessu verkefni „sem sannarlega hefur reynt á fyrir þau sem hafa verið með þetta í fanginu frá upphafi en þetta sýnir gríðarlega samstöðu hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem allir félagar vinna sem ein heild!“

Myndir: Björgunarfélag Ísafjarðar.

DEILA