Birgir: hefði viljað hafa Helenu áfram

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri segir að Helena Jónsdóttir hafi staðið sig mjög vel í sínu starfi sem verkefnastjóri á Flateyri og að samstarfið hafi verið farsælt. Hann segir að það verði því mikil eftirsjá af henni. Það sé hins vegar mikilvægt að ná að ráða í stöðuna sem allra fyrst.

Helena Jónsdóttir vildi ekki tjá sig um ástæður þess að hún sagði upp en vísaði á bæjarstjórann.

„Helena mun vinna út uppsagnarfrestinn og vonandi getur hennar arftaki unnið einhvern tíma með henni. Það er alltaf eftirsjá í góðum starfsmönnum en það verður að virða það ef fólk vill breyta til. En ég hefði svo sannarlega viljað hafa hana áfram í starfi fyrir Ísafjarðarbæ.“

DEILA