Sjótækni Tálknafirði: fær nýjan vinnubát – sjötti báturinn

Sjótækni á Tálknafirði hefur fest kaup á nýjum vinnubát, sem hefur hlotið nafnið Valur. Báturinn er 15 m langur og 10 m breiður og smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni  Catamaran NABCAT 1510 DD.

Valur er sjötti bátur fyrirtækisins og mun fyrst og fremst þjónusta fiskeldið á Vestfjörðum. Tveir eru í áhöfn og bætt verður við eftir ástæðum. Alls starfa 14 manns hjá fyrirtækinu og reiknað er með að þeim fjölgi á árinu upp í allt að 20 manns.

Verkefnin sem Sjótækni annast eru mest við fiskeldið en einnig við sjólagnir og sæstrengi um allt land ásamt því sem Sjótækni rekur sjó- og vatnamælingadeild.

Sjótækni er með öfluga köfunarþjónustu og eru níu kafarar með réttindi starfandi hjá Sjótækni og má reikna með að þurfi fleiri þegar verkefni aukast í sumar

Framkvæmdastjóri Sjótækni er Kjartan J. Hauksson.

Myndir: Sjótækni.

Frá vinstri Björgvin Gestsson stjórnarformaður Sjótækni, Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri og Jóhann M. Ólafsson en þeir tveir eru eigendur Sjótækni.

DEILA