Samfylking: Valgarður efstur

Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi verður í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á rafrænu kjördæmisþingi flokksins í dag. Valgarður hlaut 51 atkvæði. Gunnar Tryggvason varð næstur með 26 atkvæði. Sjö aðrir frambjóðendur fengu samtals 17 atkvæði. Alls greiddu 94 atkvæði.

Jónína Björg Magnúsdóttir, Akranesi var sjálfkjörin í 2. sætið þar sem hún var eina konan í hópi frambjóðenda.

Sigurður Orri Kristjánsson, Reykjavík verður í þriðja sæti, en hann hlaut flest atkvæði í það sæti af þremur frambjóðendum.

DEILA