Í greiningu KPMG á áhrifum fiskeldis á Íslandi er að finna samantekt yfir fiskeldið í Noregi. Á síðasta ári voru framleidd 1,4 milljónir tonna af eldisfiski í Noregi. Framleiðsla hefur aukist um 45% síðustu 10 ár en frá árinu 2012 hefur framleiðsla svo til staðið í stað eða um 1,3-1,4 milljón tonn.
Heildarframlag fiskeldis (lax) til vergrar landsframleiðslu nam árið 2018 um 68,9 ma. NO, sem jafngildir um 1.000 milljörðum íslenskra króna og hafði þá vaxið um 12% árlega að jafnaði frá árinu 2008. Heildarverðmæti sjávarfangs var um 100 milljarðar norskra króna þannig að laxeldið er um 68% af öllum sjávarútvegi.
Fjöldi beinna starfa í fiskeldi, verkun og öðrum störfum í Noregi er talinn vera um 12.000 í árslok 2018. Fjöldi óbeinna og afleiddra starfa nemur um 30.000. Samtals eru bein og óbein störf um 42.000 í lok árs 2018. Hvert starf í fiskeldinu er talið framleiða vöru og þjónustu fyrir ríflega 4 milljónir norskra eða um 50 milljónir ísl kr.