Magnús Norðdahl efstur í prófkjöri Pírata

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Rúmlega 390 manns greiddu atkvæði og sex voru í framboði,

Efstur varð Magnús Davíð Norðdahl, Reykjavík. Í öðru sæti varð Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Kópavogi og Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Hafnarfirði varð þriðja. Pétur Óli Þorvaldsson, Suðureyri varð í fjórða sæti. Sigríður Elsa Álfhildardóttir, Ísafirði varð í fimmta sæti og Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, Borgarnesi hafnaði í sjötta sæti.

DEILA