Karfan : tvö töp um helgina

Vestri í leik við Selfoss á síðasta keppnistímabili.

Kvennalið Vestra í 1. deildinn lék á laugardaginn við Ármann í Reykjavík og lauk leiknum með öruggum sigri Ármanns 78:57.

Vestri leiddi eftir fyrsta leikhlutann en Ármann tók forystuna í 2. leikhlutanum og lét hana ekki af hendi eftir það. Crawford var stigahæst Vestrastúlkna með 20 stig.

Lið Vestra er í 9. og neðsta sæti deildarinnar með 1 sigur og 7 töp eftir 8 umferðir.

Vestri: Olivia Janelle Crawford 20/5 fráköst/7 stolnir, Sara Emily Newman 12/5 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 8/4 fráköst, Snæfríður Lilly Árnadóttir 6/6 fráköst, Ivana Yordanova 4, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir 3, Stefanía Silfá Sigurðardóttir 2, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir 2, Hera Magnea Kristjánsdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir 0/4 fráköst, Linda Marín Kristjánsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0.

Karlaliðið lék á föstudagskvöldið við Selfoss syðra. Leikurinn var jafn fram undir lokin en þá sigu Selfyssingar fram úr og höfðu sigur 104:92.

Stigahæstur Vestramanna voru N. Knezevic með 22 stig, Ken-Joh Bosley 21 stig og Gabriel Aderstreg 17 stig.

Vestri er nú í 5. sæti af 9 með 10 stig og eru aðeins einum sigri frá toppliðunum.

DEILA