Bolungavík: heilsugæslan í kjallara

Safnaðarheimili Hólskirkju er í þessu húsi.

Fyrir bæjarráði Bolungavíkurkaupstaðar hafa verið kynntar hugmyndir um flutning á heilsugæsluseli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá Höfðastíg 15 í húsnæði sveitarfélagsins í kjallara Aðalstræti 22 en í því húsi er hjúkrunardeildin Berg og íbúðir aldraðra.

Núverandi húsnæði heilsugæslunnar var í eigu ríkisins sem auglýsti það til sölu og sveitarfélagið keypti það.

Heilsugæsluselið í Bolungarvík er mannað læknum tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga frá 9-11. Læknir er ekki við nema að tímar séu bókaðir.


Bæjarráð tók vel í hugmyndirnar um flutning á heilsugæsluseli og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

DEILA