Bilun Baldurs: veðrið að ganga niður og aðstæður metnar

Í tilkynningu frá Sæferðum, sem annast rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, segir að Landhelgisgæslan hafi tekið yfir aðgerðir í góðu samstarfi við áhöfn og Sæferðir. 

Nú eru á vettvangi hjá Baldri, varðskipið Þór, rannsóknarskipið Árni Friðriksson sem hefur Baldur í togi og dráttarbáturinn PHOENIX.
„Aðilar meta aðstæður nú þegar veður er að ganga niður og möguleika til að koma Baldri til hafnar.
Nánari upplýsingar þegar aðstæður skýrast enn frekar.“

DEILA