Baldur: bilun fundin og viðgerð seinkar

Baldur í togi rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Mynd: Landhelgisgæslan.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða ehf sem gerir út Baldur segir að nýja túrbínan hafi farið vestur í gærmorgun, mánudag. Skýring hafi fundist á biluninni sem sé mikilvægt en það muni seinka eitthvað að viðgerð ljúki.

„Sérfræðingar í vélaviðgerðum komu í Hólminn. Þeir ásamt okkar starfsmönnum framkvæmdu skoðun á vélinni m.a. notuðu þeir myndavél til að skoða það sem ekki hægt er að sjá með öðrum hætti innan í vélinni ofl,  ekkert kom óeðlilegt í ljós. Gamla túrbínan sem keypt var í fyrra var rifin í sundur og þá kom í ljós viðgerð á túrbínuöxlinum frá fyrri tíð.
Aðilar eru sammála að þar liggi örsök þess að legan gaf sig með áður greindum afleiðingum.

Fulltrúi frá innflytjanda túrbínunnar kom strax vestur þegar þetta lá fyrir.

Nýja túrbínan er nú komin í skoðun til að tryggja að hún sé í lagi m.a. stefnt er að rönkenmynda hana auk þess sem kallað hefur verið eftir nákvæmum upplýsingum frá söluaðila erlendis.
Aðrir hlutir í vél eru einnig í skoðun enda búið að opna töluvert.

Það er ljóst að þessar nýju vendingar frá gærdeginum munu hafa einhver áhrif á viðgerðartíma en  hve mikið liggur ekki fyrir á þessari stundu. Um leið og það er sagt er mjög mikilvægt að orsök sé fundin sem mun veita mun betri líðan þegar Baldur hefur siglingar aftur sem verður vonandi sem allra fyrst.“

DEILA