Skrúður: unnið að samstarfssamningi

Brynjólfur Jónsson og Sæmundur Þorvaldsson fyrir hönd Framkvæmdasjóðs Skrúðs hafa sent bæjarráð drög að endurnýjuðum samstarfssamningi milli sjóðsins og Ísafjarðarbæjar  um varðveislu og rekstur garðsins.

Framkvæmdasjóðurinn hóf endurreisn garðsins árið 1992 að eigin frumkvæði og 2002 var gerður samstarfssamningur við Ísafjarðarbæ um varðveislu og rekstur garðsins sem er í eigu bæjarfélagsins.

Áætlað er að kostnaður sé 3 – 5 milljónir króna á ári við samninginn.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

DEILA