Öryggishnappar: Alvican tekur við þjónustunni

Öryggisfyrirtækið Alvican býður upp á öryggishnappaþjónustu í íbúðum aldraðra á Vestfjörðum. Arnar Ægisson, framkvæmdasjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að fyrirtækið væri þegar farið að þjónusta 10 íbúðir á Ísafirði af 60. Slökkviliðið á Ísafirði hefur veitt þessa þjónustu en mun hætta því í lok febrúar. Þá þurfa íbúarnir að vera búnir að finna sér annan aðila.

Arnar segir að Alvican hafi samið við tvo menn á Ísafirði sem munu annast þjónustuna í verktöku fyrir Alvican. Báðir hafa þeir reynslu af þessari þjónustu.

Verðið mun lækka að sögn Arnar. Slökkviliðið hefur tekið 10.500 kr á mánuði , þar af greiða Sjúkratryggingar Íslands 5.500 kr. en verðið hjá Alvican er 7.990 kr.sem þýðir að á notandann fellur 2.490 kr. sem er lægra en verið hefur.

„Við erum einnig með þjónustuleið sem felur ekki í viðbragðsþjónustu og þá svara aðstandendur og/eða umönnunaraðilar, þannig að ekki eru skilyrði að Sjúkratryggingar taki þátt með niðurgreiðslu til að nýta sér þetta þjónustu.“ segir Arnar.

Að sögn Arnars getur Alvican veitt þjónustuna almennt á Vestfjörðum, ekki bara á norðanverðum Vestfjörðum.

DEILA