Ísafjörður: þörf á nýjum dráttarbát fyrir höfnina

Teikningu af bátnum Sturla Halldórson og útlínuteikning af típískum öflugum dráttarbáti.

Í minnisblaði Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra til hafnarnefndr kemru fram að efttir stækkun Sundahafnar verður að taka að bryggju í
Sundunum allt að 130.000 tona skip og allt að 330 metra löng. Telur Guðmundur að þá verði ekki hjá því komist að auka getu dráttarbáts.

„Miðað við reynslu bæði Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar þá mun
dráttarbátur með 50 til 60 tonna togkraft vera nauðsynlegur til að geta brugðist við aðstoð við skip við komu og brottför.
Gera má ráð fyrir því að núverandi drattarbátur Sturla Halldórsson verði seldur. Sturla Halldórson er með dráttargetu 12,5 tonn og alla tíð reynst hið mesta happafley. „

Um kostnaðinn segir í minnisblaðinu að gera megi ráð fyrir að gangverð á núverandi bát gæti verið 70 til 90 miljónir en að nýr og öflugur
dráttarbátur muni kosta á bilinu 600 til 800 miljónir.


Hafnarstjóri leggur til við hafnarstjórn að kannað verði með hvaða hætti mun verða hægt að ýta þessu verkefni úr vör í samvinnu við Hafnamálasvið Vegagerðarinnar. Fallist var á það.

DEILA