Ísafjarðarbær: tveggja ára samningur við Kómedíuleikhúsið

Bæjarráð Ísafjarðarbjar leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samstarfssamningur við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára í stað eins árs eins og áður hafði verið lagt til.

Bæjarstjórn tekur samninginn til afgreiðslu á fundi sínum á morgun. Mun samningurinn gilda fyrir árin 2021 og 2022.

Það var Atvinnu- og menningarmálanefnd  sem tók málið fyrir í síðustu viku og beitti sér fyrir því að samningstíminn yrði tvö ár í  stað eins árs.

Kómedíuleikhúsið er atvinnuleikhús og stendur samkvæmt samningnum fyrir leiksýningum í grunnskólum sveitarfélagsins auk þess að reka leikhús í Haukadal í Dýrafirði.

DEILA