Patrekshöfn: 994 tonna afli í nóv-des 2020

Vestri BA kemur til löndunar. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað nærri 1.000 tonnum af botnfiski í  Patrekshöfn í nóvember og desember á síðasta ári.

Vestri BA var á botntrolli og landaði 250 tonnum eftir 10 veiðiferðir. Aðrir báar voru á línuveiðum. Patrekur BA var með 252 tonn einnig í 10 veiðiferðum. Aflahæstur varð Núpur BA með 405 tonn eftir 9 veiðiferðir.

Fjórir minni bátar voru á veiðum á þessum tíma. Það voru Fönix BA sem landaði 46 tonnum eftir 10 veiðiferðir, Von ÍS sem fór tvo róðra og landaði 14 tonnum, Agnar BA aflaði 13 tonn í 7 ró’rum og Sindri BA sem náði einnig 13 tonnum, en í 10 róðrum.

DEILA