Ísafjörður: Ljósakross saknað

Getur verið að einhver hafi í misgripum tekið ljósakross af leiði föður míns  í kirkjugarðinum að Réttarholti í Engidal einhvern daginn nú eftir áramót?

Björn Jóhannsson sonur Jóhanns R. Símonarsonar spyr.

Björn segir að þegar hann hafi farið inn í kirkjugarð nú í síðustu viku hafi hann tekið eftir því að sá að ljósakross sem hann setti á leiði föður síns var horfinn og lítur  út fyrir að hann hafi verið tekin þaðan í misgripum. Krossinn hefur verið tekin með festingarhæl og snúru, eins og fólk tekur saman eftir jólahátíðin.

Björn sendir þeim sem kynni að hafa tekið krossinn þessi skilaboð:

„Mér þætti vænt um ef svo er að þú hefðir samband við mig og skilaðir mér krossinum,  ég vill ekki trúa því að nokkur taki svona að ásettu ráði. Vonum bara að þetta hafi verið fyrir einhver mistök sem við getum leiðrétt í sameiningu.  Ég hef enga þörf á að vita hver þú ert frekar en þú vilt. Það eina sem  við fjölskyldan viljum er að fá ljósakrossinn til baka, þar sem fyrir okkur hefur hann eðlilega tilfinningarlegt gildi.“

Netfang Björns er stinabjossi@simnet.is  og símanúmerið er 6954295.

 

DEILA