Listamannalaun til Drangsness

Anna Katharina Blocher, Drangsnesi fékk fjögurra mánaða laun úr listasjóði hönnuða í úthlutun listamannalauna sem tilkynnt var fyrir síðustu helgi.

Anna Katharina er frá Austurríki en hefur verið búsett hér um árabil og starfar við Grunnskólann á Drangsnesi.  Hún hefur lagt sig fram um að ná tökum á íslenskunni og talar hana lýtalaust að sögn heimildarmanns Bæjarins besta.

Þar með fengu tveir listamannalaun sem búsettir eru á Vestfjörðum en ekki einn eins og sagði í frétt Bæjarins besta í gær og leiðréttist það hér með.

DEILA