Listagjöf á Vestfjörðum um helgina

Skömmu fyrir jól stóð Listahátíð í Reykjavík fyrir viðburðum um allt land í og við heimili almennings. Yfir eitt hundrað listamenn í fremstu röð komu fram á hndruðum stuttra viðburða.

Um var að ræða Listagjafir á vegum Listahátíðar. Listafólkið dúkkaði upp allt frá Kópaskeri til Keflavíkur og ýmist söng og spilaði, fór með ljóð, dansaði eða sýndi aðrar listir. Margt af allra fremsta listafólki landsins tók þátt í verkefninu, sem gengur út á það að almenningi gafst kostur á að panta listagjöf fyrir ástvin. Þannig var listafólkið oft að birtast sem óvæntur glaðningur á síðustu helgi aðventunnar. 

Vegna veðurs varð hins vegar að fresta Listagjafaheimsóknum á Vestfjörðum. Nú stendur til um helgina að afhenda þær á Vestfjörðum.

Anna Rut Bjarnadóttir verkefnisstjóri staðfesti þetta en vildi hins vegar ekkert gefa upp um  hverjir kæmu fram, hvar og hvenær.

Svo Vestfirðingum er ráðlagt að hafa augun hjá sér um helgina og vera viðbúnir því að listamenn banki upp á á ólíklegstu stöðum.

DEILA