Karfan: Vestri vann Fjölni

Vestri í leik við Selfoss á síðasta keppnistímabili.

Karlalið Vestra gerði góða ferð til Fjölnis í Grafarvoginum í gærkvöldi en liðin áttust við 1. deildinni. Vestri vann nauman sigur 98:94 eftir að hafa verið 6 stigum undir í hálfleik. Í þriðja leikhluta áttu Vestramenn góðan leik og unnu leikhlutann með 7 stigum og bættu svo 3 stigum við forystuna í síðasta leikhlutanum.

 

Stigaskor Vestra : Marko Dmitrovic 31/5 fráköst, Ken-Jah Bosley 29/8 fráköst, Gabriel Aderstag 17/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 13/19 fráköst/3 varin skot, Arnar Smári Bjarnason 5, Friðrik Heiðar Vignisson 3.

Vetsri er í 7. sæti deildarinnar með 2 sigra og 3 töp eftir 5 leiki. Deildin er býsna jöfn og 4 efstu liðin hafa unnið 3 leiki hvert  og síðan koma 3 lið með 2 sigra. Tvö lið hafa náð einum sigri. Alls eru 9 lið í deildinni.

DEILA