Jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði: 7 göng sem kosta 84 milljarða króna.

Í drögum að jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði sem unnið er að á vegum sveitarfélaganna á Vestfjörðum eru settar fram hugmyndir að sjö jarðgöngum sem samtals er áætlað að kosti 84 milljarða króna. Í tveimur tilvika, Súðavíkurgöng og á Dynjandisheiði, eru settar fram tveir valkostir og ef styttri göngin eru valin í báðum tilvikum verður kostnaðurinn 70 milljarðar króna.

Til samanburðar er gert ráð fyrir tvennum jarðgöngum til Seyðisfjarðar á Austurlandi í samgönguáætlun Alþingis sem kosta um 65 milljarða króna.

Drögin eru til umfjöllunar sveitarstjórna þessar vikurnar.

Markmið Fjórðungssambands Vestfirðinga er að unnin verði heildstæð jarðgangnaáætlun til næstu 45 ára sem lögð yrði fram sem viðauki við Samgönguáætlun 2020-2034. Lokið yrði við áætlunina í mars 2021 og í henni yrði forgangsröðun ákveðin og fjármögnunarleiðir útlistaðar. Gert er  ráð fyrir að unnið verði að lágmarki tveim jarðgangakostum
hverju sinni.

Kostir sjö eru:

Klettháls   3.8 km göng.  Kostnaður 9,5 milljarðar króna.

Miklidalur  3 km göng.     Kostnaður 7,5 milljarðar króna.

Hálfdán     6 km göng.     Kostnaður 15 milljarðar króna.

Súðavíkurgöng 6,8 km göng. Kostnaður  17 milljarðar króna.

Súðavíkurgöng styttri úr Arnardal 2,7 km. Kostnaður 8 milljarðar króna.

Breikkun Vestfjarðaganga 4,1 km. Kostnaður  6,15 milljarðar króna.

Dynjandisheiði: Geirþjófsfjörður – Dynjandisvogur 5,2 km. Kostnaður 13 milljarðar króna.

Dynjandisheiði- Kollagötu göng   2,6 km göng. Kostnaður 6,5 milljarðar króna.

Kleifaheiði 6 km göng. Kostnaður  15 milljarðar króna.

 

Um Dynjandisheiðargöngin lengri segir að þau séu framtíðarmöguleiki sem myndi leysa af hólmi um 15 km. vegalengd af fjallvegi um Dynjandisheiði og auðvelda mjög samgöngur innan Vestfjarða. Valkostur sem yrði að skoða rækilega þegar kemur að því að endurnýja veg um Dynjandisheiði eftir ca 15-20 ár.

DEILA