Ísafjörður: tilboð í snjómokstur tekin í ágreiningi

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar afgreiddi tilboð í snjómokstur á Ísafirði og í Hnífsdal á fundi sínum á fimmtudaginn í síðustu viku. Tilboðin voru opnið 21. desember 2020.

Alls voru 10 bjóðendur og var boðið í nokkra flokka. Samþykkt  var tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn heimili töku tilboða í samræmi við niðurstöðu útboðs.

Samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs var Úlfar Önundarson með hagstæðasta tilboðið í tæki til snjómoksturs og tæki 8-12 tonna eða stærri. Tilboð Vélaþjónustu Vestfjarða ehf  var hagstæðast í hjólaskófu 12 tonn eða stærri og Orkuver ehf bauð best í trailer.

Aðrir sem buðu í einstaka hluta voru Þotan ehf, Búaðstoð ehf, Laugi ehf, Steypustöð Ísafjarðar ehf  og Kubbur ehf.

Ágreinngur varð um afgreiðslu málsins og var það samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans. Þrír bæjarfulltrúar Í listans sátu hjá en Sigurður Jón Hreinsson, Í lista greiddi atkvæði gegn tillögunni. Aðspurður sagðist Sigurður hafa gert það þar sem að hans mati ekki lægi fyrir að það væri hagstæðara fyrir bæjarfélagið að bjóða þessa þjónustu út.