Bolungavík: þorrablóti frestað til næsta árs

Þorrablótið í Bolungavík 2017. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í tilkynningu frá konum í þorrablótsnefnd 2021 í Bolungarvík kemur fram að ákveðið hefur verið að blóta ekki þorrann þetta árið og því hefur Þorrablótinu sem fara átti fram 23. janúar verið frestað.

„Í ljósi ástandsins nú á tímum kórónuveiru þykir ljóst að ekki verður hægt að halda svo mannmargt mót og því þess vegna verið slegið á frest til ársins 2022. Þorrablótið var haldið fyrst 1944 en þetta verður þá í þriðja sinn sem þorrablóti okkar verði frestað.“ segir í tilkynningunni.

DEILA