Bílslysið í Skötufirði: drengurinn látinn

Drengur á öðru ári sem lenti í umferðarslysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á laugardaginn er látinn. Hann lést á Landspítala í dag. Hann hét Mikolaj Majewski. Móðir hans lést á laugardagskvöld.

Pólska sendiráðið greindi frá andlátinu.

Þrennt var í bílnum, Mikolaj og foreldrar hans. Móðirin lést á gjörgæsludeild Landspítala á laugardagskvöld. Hún hét Kamila Majewska.

 

DEILA