Áhugafólk um fornleifar á Vestfjörðum

Í dag (laugardagur 23. janúar) kl. 10:00 hefst Zoom ráðstefnan: Skálar landnámsmanna. Þrír fræðimenn munu segja frá rannsóknum sínum á skálum.
Eyþór Eðvarðsson formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar mun opna og segja frá byggingu landnámsskála í Súgandafirði og starfi félagsins.
Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur verður næst í röðinni og mun segja frá rannsóknum sínum í Arnarfirði.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur mun segja frá rannsóknum sínum m.a. í Höfnum og í Stöðvarfirði. Hann mun einnig segja frá byggingartækninni, torfinu, reykbúskapnum, skipulagi skálanna og fleiru.
Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði við HÍ mun m.a. segja frá tímasetningum skálanna og rannsóknum á samfélagi landnámsaldar.
Join Zoom Meeting
Meeting ID: 885 6721 4087
Passcode: 818700
DEILA