Þingeyri: vilja vindmyllugarð og háhraðasamband í hvert hús

Íbúasamtökin á þingeyri og fleiri aðilar hafa sent bæjarráði Ísafjarðrbæjar tillögur sínar og framtíðarsýn fyrir þingeyri sem framlag þeirra til gerðar nýs aðalskipulags fyrir Ísafjarðarbæ.

Haldinn var opinn íbúafundur um aðalskipulag fyrir Þingeyri og Dýrafjörð þann 10.
október síðastliðinn og í kjölfarið var fengin aðstoð frá arkitektunum Ólöfu
Valdimarsdóttur og Pálmari Kristmundssyni og niðurstöður fundarins settar í samhengi við skipulagsmál. Framtíðarsýnin er einnig byggð er niðurstöðu á íbúaþingi sem haldið var 2018.

Tillögurnar eru ítarlega og varða fjölmörg svið svo sem náttúru, athafnalíf og innviði. Svo sem vænta má er lögð áhersla á höfnina og athafnalíf kringum hana og starfsemi sem leiðir af nýtingu náttúrunnar með fuglaskoðun og útivistarsvæðum.

Í kaflanum um innviði er lögð áhersla á endurnýjanlega orku til þess að tryggja orkuöryggi. Það veði gert með vatnsaflsvirkjun við Mjólká og  vindmyllugarði úr sjónmáli á fjallgarði milli Dýrafjarðar og Borgarfjarðar með tengingu við raforkukerfið við Dýrafjarðargöng.

Þá er áhersla á að leggja háhraða nettengingu í öll hús og tryggja síma- og útvarpssamband á öllum þjóðleiðum til Þingeyra auk þess að minnt er á að á aðalskipulagi er gert ráð fyrir löglegum flugvelli í Dýrafirði.

 

DEILA