Suðureyri: Fisherman 20 ára

Þann 30.desember 2000 á Suðureyri var fyrirtækið VEG-gisting stofnað af þeim Elíasi Guðmundssyni, Guðmundi Svavarssyni og Val Richter. Tilgangurinn var að endurbyggja gamalt hús sem til stóð að rífa niður. Húsið fékkst fyrir 50 þúsund krónur og unnið var að endurbyggingu hússins sem áhugamál með annari vinnu. Elías og Jóhanna Þorvarðardóttir tóku yfir eign Guðmundar og Vals í félaginu þegar endurbætur voru langt komnar næsta vor.

Á vefsíðu Fisherman hefur saga fyrirtækisins verið rakin í máli og myndum frá gistingu og vetingasölu og svo frekari sókn í ferðaþjónustu með sjóstangveiði, þjónustu við erlenda ferðamenn og loks framleiðslu á fiskréttum og öðrum sjávarafurðum meðal annars til útflutnings með fyrsta flokks framleiðslueldhúsi á Suðureyri.

Ævintýri í 20 ár – Fisherman

Gistiheimilið VEG-gisting opnar

Um vorið 2001 var hægt að opna hluta af húsinu eftir endurbyggingu, fjögur herbergi voru tilbúin og lítill eldhúskrókur til að bera fram morgunmat. Ferðaþjónusta var eitthvað sem var varla til í orðaforða okkar á þessum tíma en 256 gestir gistu hjá okkur fyrsta sumarið. Við vissum ekkert hvað við vorum að gera og ekki voru margir ferðamenn að flækjast um Vestfirði á þessum tíma. Eitthvað kitlaði að reyna að læra um hvað þetta snerist og hófst því vinna við að reyna að selja gestum einhverjar hugmyndir til að villast í litla þorpið og gista þar.

Ný sókn á erlend mið

Í þessu 20 ára ævintýri hafa á þriðja hundrað starfsmenn komið og farið í gegnum fyrirtækið. Flestir að sinna tímabundnum sumarstörfum í ferðaþjónustu meðan aðrir eiga sögu um langtíma störf hjá fyrirtækinu. Það sem stendur uppúr eftir öll þessi ár en endalaust þakklæti til alla þeirra sem hafa unnið með eigendum við að láta þetta ævintýri ganga upp. Allir hafa lagt mikið að mörkum og fyrirtækið er ekkert annað en starfsfók þess á hverjum tíma. Um 55 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu í upphafi heimsfaraldurs en starfsmenn eru um 30 í dag.

Ævintýri í 20 ár – Fisherman

DEILA