Kómedíuleikhúsið – aðventulestur nr 3

Kómedíuleikhúsið stendur fyrir lestri á hinni einlægu jólasögu Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson núna á aðventunni. Fer lestruinn fram rafrænt og verður skipt í 4 lestra sem raðasta á 4 þriðjudaga í desember – verður í beinni á facebook síðu Kómedíuleikhússins.

Hér er slóðin á 3.  lestur af Aðventu Gunnars Gunnarssonar, sem leikarinn Elfar Logi Hannesson les.

Lesturinn er gjöf Kómedíuleikhússins til landsmanna allra með einlægum þökkum fyrir stuðninginn og komuna í leikhúsið í gegnum áratugina. Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða er með höfuðstöðvar sínar í Dýrafirði. Rekur sitt eigið leikhús í Haukadal og er með eigin leiklistarmiðstöð á Þingeyri þar sem fer fram lífleg leiklistarstarfsemi.