Alls var landað 1.844 tonna afla í Ísafjarðarhöfn í nóvember. Allur aflinn var fenginn í botntroll.
Frystitogarinn Júlíus Geimundsson ÍS fór einn róður og landaði 249 tonnum af afurðum. Ísfisktogarinn Páll Pálsson fór 5 veiðiferðir í nóvember og landaði 585 tonnum af botnfiski. Stefnir ÍS lanaði 294 tonnum eftir 4 veiðiferðir og Klakkur ÍS fór þrjá túra og landaði 92 tonnum.
Sóley Sigurjóns GK 200 frá Garði landaði 288 tonnum eftir þrjár veiðiferðir og tveir togarar frá Grenivík lönduðu á Ísafirði. Áskell ÞH veiddi 129 tonn og Frosti ÞH 114 tonn báðir eftir tvær veiðiferðir.
Einn bátur var á rækjuveiðum, Halldór Sigurðsson ÍS veiddi 15 tonn í Djúpinu í 6 veiðiferðum.