Arna Lára ráðinn svæðisstjóri Eimskips á Ísafirði

Arna Lára Jónsdóttir hefur verið ráðinn svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum og hefur störf þann 1.jan nk.

Arna Lára hefur síðustu 13 ár unnið sem verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á starfsstöðinni á Ísafirði. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulaginu hjá hinu opinbera og verður Nýsköpunarmiðstöðin lögð niður.

Arna Lára Jónsdóttir staðfesti þetta í samtali við Bæjarins besta.  „Ég hlakka til að byrja á nýjum vinnustað og takast á við spennandi áskoranir“ sagði hún.

DEILA