Vestvest: tregða útgerðar vekur grunsemdir

Stéttarfélögin fimm sem hafa óskað eftir sjóprófi vegna síðustu veiðiferðar Júíusar Geirmundssonar ÍS 270 sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar kemur fram að sjoprófið hafi átt að hefjast í gær en ekki varð af því þars em útgerðin neitaði að afhenda skipsdagbókina.

Frestast því sjóprófið og mun stéttarfélögin krefjast þess að heraðsdómur skyldi útgerðina til þess að afhenda bókina. Segir í yfirlýsingu stéttarfélaganna að tregða útgerðarinnar sé til þess fallin að vekja upp grunsemdir um að skipsdagbókin geymi upplýsingar sem ekki þoli dagsljósið.

 

Yfirlýsingin í heild:

Útgerðin Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur neitað að afhenda skipsdagsbók Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 fyrir sjópróf sem mun fara fram vegna hópsmits um borð í togaranum. Skylda útgerðarinnar til að afhenda skipsdagbókina er skýr samkvæmt siglingalögum. Útgerðin ber fyrir sig persónuverndarsjónarmiðum. Stéttarfélög skipverja telja þessa afstöðu útgerðarinnar fordæmalausa, óeðlilega og á skjön við lögmælta skyldu. Skylda til að afhenda skipsdagbók í sjóprófi er skýr enda um að ræða helsta samtímagagn um atburði um borð í skipinu. Tregða útgerðarinnar hefur þegar leitt til tafa á að sjópróf geti farið fram, en dómari hafði upphaflega boðað að þau færu fram 6. nóvember.

Af þessu tilefni ítreka stéttarfélögin nauðsyn þess að málið sé rannsakað í kjölinn og allar staðreyndir komi upp á yfirborðið. Tregða útgerðarinnar að þessu leyti er til þess fallin að vekja upp grunsemdir um að skipsdagbókin geymi upplýsingar sem ekki þoli dagsljósið. Stéttarfélögin munu því þurfa að krefjast úrskurðar héraðsdóms um skyldu útgerðar til þess að afhenda skipsdagbókina. Ekki hefur þurft að kljást um þessi grundvallaratriði áður svo vitað sé.

 

Félag skipstjórnarmanna

Sjómannafélag Íslands

Sjómannasamband Íslands

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna

DEILA