Sjóprófið staðfesti frásögn skipverja

Sjóprófið á Ísafirði í dag staðfesti það sem skipverjar höfðu áður látið koma fram um atburðarrásina í sjóferð Júlíusar Geirmudssonar ÍS 270 sagði Bergþór Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga í samtali við Bæjarins besta. „Þeir mættu allir, voru sannfærandi og stóðu sig vel“ sagði Bergvin.  Skipstjórinn og útgerðarstjóri skipsins mættu báðir til þess að fylgjast með en báru ekki vitni. „Það hefði verið gott að fá framburð skipstjórans og útgerðarstjórans“ sagði Bergvin. Hann sagði að félagið myndi sjá til þess að lögreglan fengi greinargerð um það sem fram kom í sjóprófinu.

Alls komu 14 skipverjar fram í sjóprófinu auk Súsönnu B. Ástvaldsóttur, sóttvarnarlæknis.  Fram kom skýrt hjá sóttvarnarlækni að hennar tilmæli voru að skipið færi strax í lands með skipverja til sýnatöku þegar veikindin komu upp í byrjun veiðiferðar.

Bergvin sagði að heilsufar skipverja væri misjafnt, flestir væru aumir eftir veikindin en margir teldu sig vinnufæra. Nokkrir hafa þegar farið á sjó eftir veikindin.

 

DEILA