SASV: vilja aukinn skilning á mikilvægi Baldurs

DCIM100MEDIADJI_0030.JPG

Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SAVS) héldu félagsfund í síðustu viku og ræddu ýmis hagsmunamál svæðisins. Sigurður Viggósson, formaður sagði að eins og venjulega hefði mest verið rætt um samgöngumál. Félagið hefur látið til sín taka vegamálin á svæðinu og talað m.a. fyrir nýjum vegi um Gufudalssveit. Innan vébanda félagsins eru laxeldisfyrirtækin sem flytja laxinn suður til útflutnings fyrst og fremst með bílum.

Að sögn Sigurðar Viggóssonar var nú rætt um Breiðafjarðaferjuna Baldur sem væri atvinnufyrirtækjunum mjög mikilvæg meðan þjóðvegurinn væri ekki orðinn betri en raun ber vitni. Hann vísaði til þess að á nýafstöðnu fjórðungsþingi hefði ekki samstaða um að álykta til stuðnings þess að efla Baldur og á fundinum var eftirfarandi bókað:

„Breiðafjarðarferjan Baldur.  Undir þessum lið var rætt um mikilvægi ferjunnar og bágt ástand hennar.   Var samþykkt að fela stjórn að ræða við fulltrúa sveitarfélaga á svæðinu til að fara yfir málið og önnur mál tengd flutningsmálum í víðu samhengi og reyna að komast að sameiginlegum skilningi á mikilvægi ferjunnar.“

 

 

 

DEILA